Nú fór lögsmannsundrið yfir strikið

Sú búsáhaldabylting sem háð var á sínum tíma var nokkuð sérstakt fyrirbæri. Smá hópur setti þó ljótan blett á þetta fyrirbæri og það er einmitt sá hópur sem nú er reynt að rétta yfir. Ég treysti dómstjóra og lögreglu fullkomlega að meta þær aðstæður sem fyrir eru þegar þessir einstaklingar eiga í hlut. Ragnar Aðalsteinsson er hins vegar fyrirbæri sem hefur í gegnum tíðina reynt að skaða framvindu réttar og öryggis í samfélaginu og fremur stuðlað að sundrungu frekar en hitt.
mbl.is Þinghald verði opið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ragnar Aðalsteinsson er hins vegar fyrirbæri sem hefur í gegnum tíðina reynt að skaða framvindu réttar og öryggis í samfélaginu

Gætirðu nefnt eins og eitt dæmi um þetta?

Skeggi Skaftason, 13.5.2010 kl. 22:34

2 Smámynd: Ragnar Þór Árnason

Sæll Skeggi

Ég gæti nefnt mörg dæmi og flokkað þau í sundur, en læt nægja að taka þetta saman svo þú áttir þig á því sem ég er að meina.

Mótmæli eru sjálfsögð mannréttindi og yfirleitt hafa þau farið friðsamlega fram hér á landi. Þó hefur komið fyrir að þau hafi farið úr böndum þar sem eigur fólks verður fyrir skemmdum, vinna er stöðvuð, öryggi almennings er ógnað, löggjafarþingi er ógnað, dómstólar geta ekki starfað eðlilega vegna óláta og það sem kalla mætti "mótmæli" er hreinlega verið að koma í veg fyrir eðlilega starfsemi stofnanna. Við þessar aðstæður stekkur Ragnar Aðalsteinsson fram og kallar það brot á mannréttindum að komið sé í veg fyrir að svokallaðir "mótmælendur" valdi skemmdarverkum, hindri atvinnustarfsemi ógni öryggi almennings og komi í veg fyrir að stofnanir geti sinnt lögboðnu hlutverki sínu. Línan milli þess að teljast vera eðlileg mótmæli og þess að vera hættuleg og glæpsamleg mótmæli getur verið hárfín. Að ala á því að mótmæli sem hafa í för með sér ofangreind atriði, getur skaðað siðferði almennt og stuðlað að lausung í samfélaginu. Þetta er þekkt fyrirbæri úr víðri veröld

Ragnar Þór Árnason, 13.5.2010 kl. 23:13

3 identicon

Ragnar Þór,þú sérfræðingur í hryðjuverkum.Þú endar hér svarpistil þinn til Skegga svo''skaðað siðferði almennt og stuðlað að lausung í samfélaginu.,Já Ragnar Þór svo ritar þú,en það er AKKÚRAT SEM BANKARÆNINGJARNIR OG ÞEIRRA SLEKTI GJÖRÐI. Þetta hlýtur þú að skilja.Er það ekki brot á mannréttindum að ræna þjóð sína,það á ekki að taka á silkihönskum á béaðans þessu glæpahyski sem arðrændi þjóð sína.Ég vildi óska þess að ég hefði verið með í þeim nímenningum sem nú sæta ákæru fyrir lýðræðisleg og sjálfsögð mótmæli er fóru fram á Alþingi.Gleymdu því ekki Ragnar Þór Sérfræðingur í hryðjuverkum,að Valtýr Sigurðsson saksóknar sagði sig frá þessu ákærumáli vegna skyldleika síns við þingvörð(sá meiddist á putta.),en það gerði hann eftir að þessi mál fóru í fjölmiðla,það þurfti að benda honum á það,þvílikt siðferði,ég er bara orðin of gamall og stirður til að taka þátt í þessum sjálfsögðum mótmælum,en hef oftast mætt á Austurvöll og sýnt samstöðu,en hefur þú gjört bþað Ragnar Þór.Það væri fræðandi að fá að sjá upptökur frá þessum atburði á þingpöllum.(ef það er til.)

Númi (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 23:29

4 identicon

Mér fannst æðislegt þegar ákveðið fyrirbæri krafði lögreglu um að fjarlægja mótmælendur af því að þeir trufluðu hans mótmælendur

(IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 23:48

5 identicon

   Er rétt að umrædd mótmæli fóru úr böndunum þar sem fólk var að troðast inní þinghúsið, en ég hef séð myndbandið og það var miklu fleiri en einhverjir 9 einstaklingar þarna á ferð,  þetta virkar einsog það eigi að gera eitthvað svona ,,example" af þeim, að mótmæli séu ekki vel liðinn.  En mótmæli því samt ekki að þetta var alveg óþarfi að ryðjast þarna inn og ráðast á starfsfólk, sá ekki tilganginn með því, kannski sjálsagt að sækja þá til saka sem tóku þátt í því.
     Það sem hinsvegar ég er á móti er þessi lagagrein sem þeir eru kærðir fyrir, refsiraminn er jafnhár og fyrir morð,  fólk getru fengið dóm allt uppí 16 ár,  það fyrir að mótmæla - bera það saman við að drepa mann.  Skil ekki alveg tilganginn í þessu,   hefði frekar bara átt að beita kæru fyrir líkamsárás fyrir þá sem urðu fyrir slíku en þessari fáranlegu lagagrein, sem margir halda því fram að sé úrelt.  Og einhverstaðar las ég að síðast þegar dæmt var eftir henni voru allir náðaðir því hún hafi ekki verið talinn nægilega skýr.

Snorri (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 01:11

6 identicon

Ragnar Aðalsteinsson er sá lögfræðingur sem ég ber mesta viriðingu fyrir. Hann hefur sótt hvert málið á fætur öðru á hendur ríkinu, þar sem það brýtur mannréttindi, og oftast vinnur hann. Hann vinnur frábært og nauðsynlegt starf og stoppar ríkið þegar það gengur of langt. Ef það er að skapa sundrung þá vil ég vera sundraður frá restinni.

Ekki kalla hann fyrirbæri.

Gunnar Sturla (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 04:05

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Merkilegt hjá pistlahöfundi að hafa sem yfirskrift: "Maður með mikla réttlætisvitund" og tala svona um einn besta og snjallasta lögmann á Íslandi! Hvað þýðir annars að hafa mikla réttlætisvitund? Þýðir það að hún sé sterkari enn hjá meðalmanni? Er þetta svona "súpervitund?" Ég ætla samt ekkert að leggja neitt mat á hver þú ert eða hvað þú ert út frá þessum ummælum um lögmanninn. Ég vona bara að þú hafir misst sambandið við réttlætisvitundinna augnablik, og þess vegna hafir þú fengið þessa fáránlegu skoðun á Ragnari Aðalsteins......

Óskar Arnórsson, 14.5.2010 kl. 04:54

8 Smámynd: Halldór Halldórsson

Ragnar Aðalsteinsson er og hefur aldrei verið annað en "sensasjóns-lögmaður" í sömu kategóríu og þeir "snillingar" sem nú eru ráðnir og bjóðast til að verja Sigurð Einarsson og Hreiðar Má.

Halldór Halldórsson, 14.5.2010 kl. 11:00

9 Smámynd: Óskar Arnórsson

Voðalegt kerlingavæl er þetta Halldór? Lögfræðingar Sigurðar eru stjörnulögfræðingar og ekki veitir þeim gangster af góðri vörn. Ég man ekki hvað hann heitir og er alveg sama. með því að bera Ragnar Aðalsteins og hann, þá ertu virkilega að hæla Ragnari, sem sjálfsagt var ekki meininginn.

Alla vega er fólk sem er sjálft og vill að aðrir séu eins og þeir, hreinræktaðir íslenskir aumingjar og rolur. Ein stærsta "sensasjón" á Íslandi, bankahrunið með öllum þeim afleiðingum sem því fylgir, kemur svona djöfuls pakk og segir manni að fara í biðröð, "taka miða", vera rólegur og svo sest það með prjónanna sína og maður veit svei mér ekki hvort þetta fólk sé lifandi í alvörunni...

Óskar Arnórsson, 14.5.2010 kl. 13:38

10 Smámynd: Óskar Arnórsson

....Þeir sem vilja að þessir menn sem ákærðir í Alþingismálinu, eru sannir landráðamenn og eiga ekki að hafa Íslenskan Ríkisborgararétt. Á Stjórnarskránni geta þeir skeint sér, eins og allir þessir íslensku ráðamenn, embættismenn og bankamenn eru búnir að gera árum saman. Vonandi eru einhver blöð eftir í henni, handa þurfandi....bara mín prívata og persónulega skoðun á þessu máli.

Óskar Arnórsson, 14.5.2010 kl. 13:44

11 Smámynd: Ragnar Þór Árnason

Hef gaman að sjá þessi viðbrögð sem færsla mín hefur valdið hér á blogginu. Þar sýnist sitt hverjum en auk þess hef ég fengið símtöl og tölvupóst og ef ég flokkaði þetta allt saman gæti ég trúað 70%/30% vera mér sammála en það er annað mál. Nánar að þá eru allir sammála að þeir sem komu okkur á hausinn eigi að fá að gjalda þess með góðri rannsókn og dóm ef rannsókn sýni fram á glæpsamlegt athæfi þessara manna. Við getum líka verið sammála um að búáhaldabyltingin var svar almennings við ófremdarástandi í samfélaginu, spillingu og klíkuskapar. Mál níumenninganna er svo allt annar angi af þessu. Þar er á ferðinni hópur sem í sjálfum sér kom ekki búsáhaldabyltingunni neitt við. Þetta eru einstaklingar sem nýttu sér upplausnina til að stunda atvinnumótmæli með ofbeldi og meiðingum.

Nú er mjög viðkvæmt ástand í samfélaginu að mínu viti og lítið þarf til svo að sjóði uppúr. Á slíkum tímum þurfa margir að fara gætilega með yfirlýsingum og blaðursnakki. Þar á ég við bæði lögmenn, lögregluyfirvöld og ekki síst stjórnmálamenn. Ragnar Aðalsteinsson, sá þekkti lögmaður, er ekki að sýna neina gætni með framkomu sinni nú að undanförnu í fjölmiðlum. Hann má vera harður lögmaður og klár, en stöðu sinnar vegna má hann ekki ala á þeim skilaboðum að ofbeldi sé í lagi í þessu landi vegna einhvers efnahagslegs ástands. Ég get nefnt t.d. stjórnmálamennina, sem hreinlega töluðu um að handtaka Kaupþingsmanna væri góð friðþæging til handa almenningi. Meðan mál eru til rannsóknar eða dómslegrar meðferðar eiga stjórnmálamenn að halda kjafti.

Ragnar Þór Árnason, 14.5.2010 kl. 21:20

12 identicon

Ragnar Þór þú ágæti þú þarft að stíga útúr fílabeinsturni þínum,Davíð Oddssyni var hent útúr honum.Komdu og mættu á tónleikana á morgun og styrktarsamstöðu gagnvart,,níumenningunum'' .Það er ég viss um að þú gerir. Hafðu það svo fínt.Austurvöllur kl:2    15 Maí.

Númi (IP-tala skráð) 14.5.2010 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband