Bændur hljóta að bugast

Síðust fréttir af gosinu eru skelfilegar og ef heldur svona áfram hljóta að vakna upp þær spurningar hvort bændur bugist ekki og þurfi að skera niður bústofninn. Þetta gos er eitt af ljótasta gosi sem hefur komið í langan tíma.
mbl.is Kolniðamyrkur við jökulinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við bændur bugumst ekki. Það verður heljarinnar verkefni að hjálpa vinum okkar undir fjöllum og austur um, og það er sjálfsögð skylda allra Íslendinga að rétta fram hjálparhönd í svona krísu.

Þessi gjóska og aska gæti reyndar lent hvar sem er, - og því er það áherslupunktur á "Þjóðina" hvur mest býr reyndar á höfuðborgarsvæðinu, að enginn getur verið viss um að sleppa við þennan óþverra.

Jón Logi (IP-tala skráð) 13.5.2010 kl. 23:54

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jón Logi það er rétt en ekki gerst ennþá. Hinsvegar er ástandið undir fjöllunum þannig að rýma ætti svæðið tafarlaust!

Sigurður Haraldsson, 14.5.2010 kl. 00:37

3 Smámynd: Ragnar Þór Árnason

Ég nefndi það í gær að trúlega kæmi að því að bændur þurfi að skera niður bústofn vegna eldgossins. Sá svo í dag að sláturhúsið hefur boðist til að það sé opnað svo slátrun geti átt sér stað ef bændur óskuðu þess. Vona að til slíks komi ekki en eftir allt það sem gengið hefur á í nótt og dag er útlitið ekki gott. Skora á íslenska þjóð að standa þétt við bakið á fórnarlömbum eldgossins og þá sérstaklega bændum sem verða eðli samkvæmt verst úti.

Ragnar Þór Árnason, 14.5.2010 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband